fbpx
Airwaves Plus Fund

The Airwaves Plus Fund aims to help emerging showcase Icelandic Artists take the next step in their careers from Iceland Airwaves into the future.

ENGLISH BELOW

 

Airwaves Plus sjóðurinn hefur formlega göngu sína og styður við bakið á íslenskum tónlistarmönnum

  • Sjóðurinn er fjármagnaður þannig að boðsmiðar eru lagðir niður og Plus Fund gjald tekið upp fyrir þá frímiða sem eru bundnir í samninga, auk þess sem hluti af tekjum frá seldum Plus uppfærslum rennur í sjóðinn.
  • Samstarfsaðilum Iceland Airwaves verður ennfremur boðið að taka þátt í fjármögnum sjóðsins.
  • Allur peningur í sjóðnum rennur óskertur hvert ár til íslenskra tónlistarmanna og aðstoðar þá við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.
  • Sjóðurinn hefur formlega göngu sína í dag

Iceland Airwaves tónlistahátíðin er 21. árs í ár og hefur í gegn um árin verið stökkpallur fyrir íslenska tónlistarmenn út í heim. Ár hvert flykkist til landsins stór hópur af erlendu bransafólki og blaðamönnum til að sjá og heyra allt það ferskasta í íslenskri músík hverju sinni. Íslenskir listamenn hafa náð plötusamningum, umboðsmannasamningum, fjölmiðlaumfjöllunum og athygli frá stórum miðlum, í kjölfar þess að hafa spilað á hátíðinni.

Iceland Airwaves er frábrugðin öðrum tónlistarhátíðum á Íslandi þar sem hún er svokölluð “showcase” hátíð, en sams konar hátíðir eru öllum í tónlistargeiranum kunnugar, svo sem Eurosonic, by:Larm, The Great Escape og SXSW. Hátíðin í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri samstarfsaðila verja talsverðu fjármagni í að bjóða hingað til landsins blaðamönnum og aðila úr tónlistargeiranum fyrst og fremst til að reyna að stuðla að útflutningi á íslenskri tónlist.

Nú hafa skipuleggjendur hátíðarinnar ákveðið að styðja við bakið á hljómsveitunum sem koma fram á hátíðina enn betur með Airwaves Plus sjóðnum. Eins og áður hefur komið fram hefur hátíðin lagt niður alla boðsmiða, en fjöldi boðsmiða hefur verið að sliga hátíðina síðustu ár. Þeir frímiðar sem eru áfram bundnir í samninga fram í tímann verða háðir 1.000 kr. færslugjaldi og rennur það óskipt í sjóðinn. Einnig verða 1.000 kr. teknar af hverri seldri Plus uppfærslu.

Þrjú atriði verða svo valin eftir hátíðina:

  • 1 atriði valið af Iceland Airwaves
  • 1 atriði valið af hóp alþjóðlegra lykil fagaðila úr tónlistargeiranum
  • 1 atriði verður kosið af gestum hátíðarinnar

Þau fá öll fjárhagslegan stuðning sem gerir þeim kleift að einbeita sér að því að búa til tónlist og koma sér á framfæri. Einnig fá hljómsveitirnar ókeypis ráðgjöf og handleiðslu frá starfsmönnum Iceland Airwaves. Að lokum fá þau öll boð um að koma fram á Iceland Airwaves 2020.

Með þessu vill Iceland Airwaves eflast í sínu hlutverki sem einn mikilvægasti hlekkur í útflutningskeðju íslenskra tónlistarmanna og stuðla að því að enn meiri alþjóðleg athygli beinist að Íslandi sem uppspretta skapandi fólks á heimsmælikvarða. Allir íslenskir listamenn sem spila á hátíðinni í ár hafa tækifæri á að hljóta styrkinn og verða styrkþegar tilkynntir formlega stutt eftir næstu hátíð.


What is The Airwaves Plus Fund?

The Airwaves Plus Fund is a new initiative created by Iceland Airwaves.

The Airwaves Plus Fund aims to help emerging showcase Icelandic Artists take the next step in their careers from Iceland Airwaves into the future.

Why have the Airwaves  Plus Fund?

Iceland Airwaves has been an integral part of many artist’s early steps in their careers.

From Mammut, Of Monsters and Men, Kaleo to new acts like Ateria and Between Mountains, Iceland Airwaves has given them a platform to perform industry, media and fans from the around the world.

Iceland Airwaves wants to continue to support emerging showcase Icelandic Artists beyond the festival itself.

How will the Airwaves Plus Fund be collected?

1.000 ISK from every Airwaves Plus ticket sold will go towards the fund.

As of 2019, there will be a “no free tickets” policy at the festival. This means that all comps and guest lists are removed.  Any special guests of the festival, for instance partners and sponsors will be asked to pay at least a 1.000 ISK transaction fee which which will also go towards the fund.

Artists playing the festival will from now on get to buy up to 10 tickets with a 50% discount instead of getting one 4-day pass for free.

How will the Fund be distributed?

3 bands will be given an equal share of the fund towards the next steps in their career  – studio time, travel, recording.

  • 1 band will be chosen by Iceland Airwaves
  • 1 band will be selected by a committee of local and international industry experts
  • 1 band will be voted for by public vote

The winners will be announced after Iceland Airwaves 2019 and will be invited to return to Iceland Airwaves 2020.

Facebook Logo Twitter Logo Instagram Logo Spotify Logo YouTube Logo