ALDURSTAKMARK

Aldurstakmark á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves fer fram á fjölbreyttum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur. Sumar tónleikahallir eru með veitingaleyfi fyrir áfengi, aðrar ekki. Við viljum taka vel á móti gestum á öllum aldri, en verðum að fylgja íslenskum lögum og reglum.

Börn og ungmenni undir 18 ára aldri

Mega sækja viðburði á stöðum með áfengisveitingaleyfi ef þau eru í fylgd með  forráðamanni.

  • Samkvæmt 5. gr. laga nr. 85/2007 er ungmenni yngra en 18 ára heimilt að dveljast á slíkum stað ef það er í fylgd með:
    • foreldri, öðrum forráðamanni, ættingja eða maka,
    • sem er 18 ára eða eldri.

Þetta gildir einnig eftir kl. 22:00, ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Aldurinn á forráðamanni

Lögin krefjast ekki að forráðamaður sé 20 ára – heldur nægir að hann sé 18 ára eða eldri og í nánum tengslum við ungmennið (ekki bara hver sem er). Forráðamaður þarf að vera í fylgd með viðkomandi allan tímann.

Skilríki​

Allir gestir skulu geta sýnt gild skilríki með mynd ef starfsfólk telur ástæðu til að sannreyna aldur.

Dæmi um gild skilríki:

  • Rafræn skilríki í síma (island.is)
  • Vegabréf
  • Ökuskírteini


Greiðslukort með nafni (án myndar)
teljast ekki fullnægjandi skilríki.

Aðgangur að bar

Ungmenni undir 20 ára aldri mega ekki kaupa né neyta áfengis, óháð því hvort þau séu í fylgd eða ekki.

Við mælum með

  • Að forráðamenn kynni sér sérstaklega hvaða tónleikastaðir eru með vínveitingaleyfi, og hvaða reglur gilda þar.
  • Að forráðamenn hafi virkt eftirlit með ungmennum sem þeir mæta með, og séu til staðar allan tímann.
  • Að ungmenni sýni virðingu fyrir viðburðinum, umhverfi sínu og starfsfólki á svæðinu.